þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Villi á vit ævintýra

20. mars 2014 kl. 10:50

Villi frá Gillastöðum. Knapi Sigvaldi Lárus Guðmundsson. Mynd/Marta Gunnarsdóttir

Keppti síðast í Meistaradeildinni.

Stóðhesturinn Villi frá Gillastöðum er farin til Svíþjóðar.

Villi er fæddur 2007 og er undan Vilmundi frá Feti (8.56) og Þóru frá Gillastöðum (8.11). Villi var meðal hæst dæmdu stóðhesta á kynbótasýningum í fyrra, hlaut í aðaleinkunn 8.26 en hann hefur hlotið 8.50 fyrir hæfileika og 7.89 fyrir sköpulag.

Villi gat sér einnig gott orð á keppnisbrautinni og var m.a. í 3. sæti A flokks á Fjórðungsmóti Vesturlands í fyrra undir stjórn Jakobs S. Sigurðarsonar. Þá hefur ræktandi hans, Jón Ægisson, keppt á honum með góðum árangri. Síðast kom Villi fram í Gæðingafimi Meistaradeildar undir stjórn Ólafs Ásgeirssonar.

IS2007138399 Villi frá Gillastöðum

Örmerki: 352206000071560

Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Jón Ægisson, Svanborg Þ Einarsdóttir

Eigandi: Jón Ægisson, Svanborg Þ Einarsdóttir

F.: IS2001186915 Vilmundur frá Feti

Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum

Fm.: IS1992286930 Vigdís frá Feti

M.: IS1987238400 Þóra frá Gillastöðum

Mf.: IS1983138421 Dalvar frá Hrappsstöðum
Mm.: IS1972288690 Jörp frá Efri-Brú

Mál (cm): 140 - 130 - 137 - 65 - 146 - 47 - 48 - 42 - 6,6 - 30,0 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 9,2 - V.a.: 8,5

Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 8,5 - 7,0 = 7,89

Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 = 8,50

Aðaleinkunn: 8,26
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0

Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson