mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vill að Karl Wernersson skili Fetsbúinu

odinn@eidfaxi.is
3. janúar 2014 kl. 15:08

Karl Wernersson

Stikkorð

Feti

Skiptarstjóri vill rifta kaupunum.

Samkvæmt fréttum frá Viðskiptablaðsins vill skiptastjóri þrotabús félagsins Háttar ehf vill að fjárfestirinn Karl Wernersson skilli hrossaræktarbúinu Feti og gerir kröfu um að greiðslu úr Hátti til Karls upp á 50 milljónir króna verði rift.

Tekist er um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Karls heldur því hins vegar fram að skjólstæðingur sinn eigi kröfu á þrotabúið og vildi að riftunarmálunum báðum yrði vísað frá dómi. Á það var ekki fallist og vísaði dómari í málinu frávísunarkröfunni frá í morgun.

Karl keypti hrossaræktarbúið Fet á Suðurlandi í gegnum Hátt ehf í apríl árið 2007 fyrir 525 milljónir króna. Útborgunina greiddi eignarhaldsfélagið Milestone eða 225 milljónir króna. Fet rak búskap á jörðunum Fet, Lindabæ og Syðri-Rauðalæk á yfir 700 hekturum. Með kaupunum fylgdi fjöldi hrossa, íbúðarhús, nokkur hesthús, hlaða og starfsmannahús. 

Milljónir 50 sem deilt er um og skiptastjóri vill fá rift voru greiddar úr félaginu til Karls á árunum 2011 og 2011.

Háttur fór upphaflega í þrot í byrjun desember árið 2012. Hæstiréttur komst hins vegar að því að ekki hafi verið réttilega gengið frá áskorun frá Arion banka og málið látið niður falla. Bankinn stefndi málinu aftur í janúar 2012 og var Háttur þá aftur úrskurðaður gjaldþrota í apríl 2012. 

Aðalmeðferð í málinu er ekki komin á dagskrá en líklegt er að hún fari fram í byrjun næsta árs.