miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilja sjá upprunalandið

26. ágúst 2019 kl. 12:00

Halli á Enni í Laufskálarétt

Nú er framundan tími stóðréttanna hér má sjá lesa samtal sem Óðinn Örn Jóhannsson átti við Harald bónda á Enni í Laufskálarétt árið 2014

 

 

“Það á að vera jafn sjálfsagt fyrir hestamenn að fara einu sinni á ævinni í Laufskálarétt eins og fyrir múhameðstúarmenn að fara til Mekka” segir Haraldur Þór Jóhannsson bóndi  á Enni í Skagafirði einn þeirra sem hafa rekið hross í Kolbeinsdalinn um langt skeið og réttar þau í Laufsskálarétt.

Haraldur segir margt hafa breyst frá því að hann man eftir réttunum fyrst en í dag séu þær ekki síður mannamót en stóðréttir. Eins hefur það breyst á seinni árum að vinnubrögðin gagnvart hrossunum hafa breyst og lögð er áhersla á að vel sé farið að þeim, dýravelferð höfð að leiðarljósi enda sé það slæmt að koma óorði á stóðréttir með illri meðferð hrossa þar.

 “Það er mjög sterk upplifun margra að koma til Íslands og hafa margir þeirra skipulagt ferð á bæinn þaðan sem hestur þeirra kemur í langan tíma. Þessir ferðamenn koma til að upplifa náttúrna, menninguna og mannlífið í kringum íslenska hestinn í sínu rétta umhverfi” segir Haraldur og segir Laufskálaréttir vera ferðaþjónustunni í Skagafirði mikilvægar.

Í tengslum við réttirnar eru skipulagðar ferðir bæði hjá innlendum og erlendum ferðahópum. Þessir hópar skapa mörgum störf og ekki bara hestamönnum heldur ferðaþjónustunni allri.

 

Allir standa við sitt

 

Aðspurður um þau hrossviðskipti sem verða í réttunum segir Haraldur þau ekki endilega verða við réttarvegginn heldur hafi kaupendur oft samband þegar líður frá réttardeginum og vilja kaupa hross. “Þetta er mikilvægt fyrir hrossaræktendur á svæðinu að mynda þarna tengsl við hrossaáhugafólk og leggjum við mikla áherslu á að allir sem koma finni að vel sé tekið á móti þeim og að þeim líði vel hjá okkur” segir Haraldur en kvartar ekki undan því að viðskipti gangi til baka þegar gleðin renni af mönnum.

Að sögn Haraldar lærrist að hafa viðskipti í svona umhverfi og að hann taki ekki mark á kauptilboðum nema þeim fylgi innáborgun til að tryggja að alvara sé á bakvið tilboðið. “Ef menn eru ekki til í að greiða inn á kaupin þá býð ég hrossið áfram falt” segir Haraldur og hlær við.