laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viktor Aron sigurvegari í unglingaflokki

10. maí 2015 kl. 11:07

Viktor Aron Adolfsson og Óskar Örn frá Hellu.

Hörð keppni unglinga í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Sörlafélaginn Viktor Aron Adolfsson sigraði fjórgangskeppni unglinga á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Viktor Aron sat Óskar Örn frá Hellu. Þóra Birna Ingvarsdóttir á Hróði frá Laugabóli var í 2. sæti. Fáksmaðurinn Hákon Dan Ólafsson á Vikur frá Bakka varð Reykjavíkurmeistari.

1 Viktor Aron Adolfsson / Óskar Örn frá Hellu 6,57
2 Þóra Birna Ingvarsdóttir / Hróður frá Laugabóli 6,53
3 Hákon Dan Ólafsson / Vikur frá Bakka 6,43
4 Ásta Margrét Jónsdóttir / Ás frá Tjarnarlandi 6,40
5-6 Harpa Sigríður Bjarnadóttir / Sváfnir frá Miðsitju 6,20
5-6 Atli Freyr Maríönnuson / Óðinn frá Ingólfshvoli 6,20
7 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Búi frá Nýjabæ 5,97