laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vígsluhátíð reiðhallar Sprettara í dag

odinn@eidfaxi.is
1. febrúar 2014 kl. 15:15

Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs voru á Metamóti Spretts í haust.

Eitt glæsilegasta svæði landsins að taka á sig mynd.

Við minnum á vígsluhátíð reiðhallar Hestamannafélagsins Spretts að Kjóavöllum laugardaginn 1. febrúar. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 16:00 með glæsilegri dagskrá í reiðsal. Að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Að gefnu tilefni vill Stjórn Spretts koma því á framfæri að félagsmönnum er velkomið að taka með sér gesti á hátíðina.

Framkvæmdatími reiðhallarinnar

Bygging reiðhallarinnar var boðin út í alverktöku í september 2012.

Tilboð voru opnuð 5. október það ár og var skrifað undir samning við Jáverk hf um byggingu hallarinnar þann 15.11. 2012.

Verktaki vann að hönnun verksins fyrrihluta ársins 2013 og var hafist handa við framkvæmdir á staðnum í apríl.

Nú 1. febrúar 2013 er verkinu að mestu leyti lokið 9 mánuðum síðar. 

 

Helstu kennistærðir byggingar

  • Reiðskemma ,reiðvöllur og áhorfendasvæði.

  • Suður bygging, forrými, félagsaðstaða o.fl

  • Austur bygging 1. hæð, þjónusturými

  • Austur bygging 2. hæð, Mótstjórn og tæknirými

    Samtals 4000 m2