miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vígsluhátíð á Hólaborg - myndband

23. janúar 2010 kl. 18:48

Vígsluhátíð á Hólaborg - myndband

Í dag, laugardaginn 23.janúar bauð Ingimar Baldvinsson gestum að vera viðstaddir vígsluhátíð og opinbera opnun þjálfunar - og líkamsræktarstöðvarinnar fyrir hross á Hólaborg í Gaulverjabæjarhreppi.
Margt góðra gesta var saman kominn af þessu tilefni, fjöldi fagfólks í hestamennskunni, hrossaræktendur og starfsfólk Hólaskóla o.fl.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt ræðu meðal annarra. Sýnt var hvernig þjálfun fer fram í tækjakosti staðarins og var það stórgæðingurinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum sem teymdur var fyrstur inn í vatnsfæribandið.
Verður athyglisvert að fylgjast með hvernig reksturinn muni ganga fyrir sig í náinni framtíð. Eiðfaxi.is óskar Ingimar til hamingju með þetta afrek.