miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vigdís með 8,48 fyrir hæfileika

4. september 2012 kl. 11:07

Vigdís með 8,48 fyrir hæfileika

Vigdís fran Sundsberg er hæst dæmda 4 vetra merin í ár en hún var sýnd á kynbótasýningunni í Sundbyholm í Svíþjóð nú um síðastliðna helgi. Vigdís hlaut 8,19 fyrir sköpulag og 8,48 fyrir hæfileika en það gerir 8,37 í aðaleinkunn. Vigdís er undan Ísar frá Keldudal, Keilissyni með 8,61 í aðaleinkunn, og Vöku frá Österaker (8,20). Vigdís var jafnframt hæst dæmda hrossið á sýningunni.

Meðfylgjandi er dómur Vigdísar:

SE2008209109 Vigdís från Sundsberg
Örmerki: 977200007412459
Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt
Ræktandi: B & R Sundsberg AB
Eigandi: Betina Pedersen
F.: IS2000157023 Ísar frá Keldudal
Ff.: IS1994158700 Keilir frá Miðsitju
Fm.: IS1986257021 Ísold frá Keldudal
M.: SE2001200503 Vaka från Österåker
Mf.: IS1985157400 Mökkur frá Varmalæk
Mm.: IS1984257039 Von frá Vindheimum
Mál (cm): 141 - 133 - 66 - 145 - 28,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 9,1 - V.a.: 8,3
Sköpulag: 7,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 7,0 = 8,19
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 = 8,48
Aðaleinkunn: 8,37
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Vignir Jónasson