sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vígar frá Vatni með þrennu

1. júní 2015 kl. 12:23

Snorri Dal á Vígari frá Vatni á Gæðingamóti Sóta 2015.

Úrslit frá Gæðingamóti Sóta á Álftanesi.

Gæðingamót Sóta var haldið á velli félagsins á Álftanesi á laugardaginn að er fram kemur í frétt frá hesamannafélagnu.

"Mótið fór vel fram, var stutt en skemmtilegt. Sá mikli gæðingur, Vígar frá Vatni sigraði B-flokinn þriðja árið í röð og var mál manna að hann hafi aldrei verið betri en nú enda einkunnin 8,65!  Í fyrsta sinn var keppt í C-flokki og vonandi verða fleiri með næst því þetta er sniðug nýjung.  Sótafélagar buðu uppá gómsætt kaffihlaðborð í kaffihléi.

Mótanefnd þakkar öllum sem komu á einhvern hátt að mótinu, þ.e.a.s. keppendum, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf. Öllum gestum er þakkað kærlega fyrir komuna."

Úrslit fóru þannig:

Pollaflokkur;
1. sæti Helena Rán Gunnarsdóttir, Mána, 7 ára á Nótt frá Brú
1. sæti Snædís Ólöf Andrésdóttir, Sóta, 8 ára á Bárði frá Sveinskoti

Barnaflokkur
1. sæti - Glódís Líf Gunnarsdóttir, Mána, á Geysi frá Læk, 8,30

Unglingaflokkur
1. sæti - Kristín Hermannsdóttir, Spretti, á Sprella frá Ysta-Mó, 8,18
2. sæti - Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka frá Brúarreykjum, 7,98
3. sæti - Birna Filippía Steinarsdóttir, Sóta, á Kolskeggi frá Laugabóli, 7,90
4. sæti - Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Viðju frá Þingeyri, 7,43

Ungmennaflokkur
1. sæti Ingibjörg Rut Einarsdóttir, Sóta, á Mekki frá Álfhólum 7,99

B-flokkur
1. sæti - Snorri Dal, Sóta, á Vígari frá Vatni, 8,65
2. sæti - Anna Björk Ólafsdóttir, Sóta, á Smyrli frá Kirkjuferjuhjáleigu, 8,42
3. sæti - Kristín Ingólfsdóttir, Sörla, á Orustu frá Leirum, 8,42
4. sæti - Einar Geir Hreinsson, Sóta, á Krumma frá Álfhólum 8,19
5. sæti - Ingibjört Rut Einarsdóttir, Sóta, á Kvisti frá Álfhólum, ógilt

C-flokkur
1. sæti - Linda Helgadóttir, Mána, á Gyðju frá Læk, 7,88

Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Hestamannafélagins Sóta.