miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðburðir vikunnar hjá Létti

21. febrúar 2011 kl. 09:42

Viðburðir vikunnar hjá Létti

Hestamannafélagið Léttir stendur fyrir fjölmörgum viðburðum á Akureyri næstu dægrin...

Hér eru þrjár tilkynningar sem Eiðfaxa barst frá Létti:

KEA mótaröðin - tölt

Skráning er hafin fyrir töltkeppnina í  KEA mótaröðinni sem fram fer fimmtudaginn 24. Febrúar.

Skráningargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvern hest, og það þarf að leggja inná reiknisnúmerið 0302-26-15841 kt: 430269-6749 (a.t.h. þetta er ekki sami reikn. og vanalega er notaður). Greiða þarf skráningargjaldið fyrir hádegi á fimmtudag. Taka þarf fram nafn knapa og kennitölu, nafn hests og ISnúmer, án þessara upplýsinga er skráningin ógild.

Mótið hefst kl. 19 og er knapafundur kl. 18.15

Skráningu lýkur kl. 21 þriðjudaginn 22. febrúar en ráslistar verða birtir miðvikudaginn 9. Febrúar.

 

Æfingamót

Annað æfingamót æskulýðsnefndar Léttis verður haldið laugardaginn 26 febrúar kl. 17. Í þetta sinn verður keppt í Fjórgangi og Þrígangi. Aðeins má skrá í aðra greinina en skrá má fleiri en einn hest.
Ekki verða riðin úrslit eða til verðlauna.
Aðeins verða gefnar umsagnir um hvað er gott og hvað má laga.
Frítt fyrir Léttiskrakka en 1000 kr. fyrir utanfélagsbörn.
Skráning á staðnum fyrir kl. 17.


 

Spurningarkeppni

Æskulýðsnefnd stendur auk þess fyrir spurningarkeppni næstkomandi föstudag.

Þrír eru saman í liði, skemmtilegar og fræðandi spurningar, flottir vinningar og pitsa fyrir alla! Hittumst í anddyrinu reiðhallarinnar á föstudagskvöld nk. kl 19:30.

Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir Léttiskrakka og foreldra, 100 kr. fyrir utanfélagsmenn.