miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðburðardagatal Sóta

31. janúar 2011 kl. 10:16

Viðburðardagatal Sóta

Viðburðardagatal Sóta á Álftanesi er komið út.   Að þessu sinni prýðir dagatalið myndir af karlmönnum í félaginu...

við hinar ýmsu aðstæður sem viðkemur hestamennsku s.s. járningar, tamningar, keppni og ferðamennsku.  Myndirnar eru allar teknar í lok desember og máttu strákarnir stunda fyrirsætustörf í ískulda en þeir fórnuðu sér fyrir félagið sitt og stóðu sig eins og hetjur. Þeir eru á öllum aldri en ljóst er að Hestamannafélagið Sóti á flottustu strákana!   Allir viðburðir í félaginu eru síðan merktir inn á dagatalið.  Dagatalið er til sölu á kr. 1.500.- og er í stærðinni A-3.