fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðar tvöfaldur Íslandsmeistari

22. júlí 2012 kl. 17:38

Viðar tvöfaldur Íslandsmeistari

Viðar Ingólfsson og Már frá Feti gerðu gott mót á Íslandsmótinu en þeir sigruðu gæðingaskeiðið með einkunnina 8,08, urðu þriðju í fimmgangi með einkunnina 7,45 og einnig náðu þeir góðri einkunn í slaktaumatölti eða 6,30. 

"Már var mjög góður í gæðingaskeiðinu. Hann er rosalega jafn, frábær í niðurtökum og niðurhægingu en hann er að fá alveg upp í 8,5 þar. Það sem er líka að gerast með hann núna er að hann er að byrja að bæta sig í tíma en hann er að fara niður í 8,7 sek. Þannig að þetta er allt á réttri leið." segir Viðar

Þeir voru í öðru sæti inn í úrslit í fimmgangnum en enduðu í þriðja sæti. "Már stóð sig mjög vel í forkeppninni í fimmgangnum en svo var einhvað smá bras á skeiðinu í úrslitunum sem á ekkert að þrufa að vera. Hann er nú líka búin að fá að snúast vel á mótinu þannig að það gæti nú líka verið smá þreyta." segir Viðar Ingólfsson en þeir Már stefna á að reyna komast á Heimsmeistaramótið í Berlín. "Már fer núna út í merar og fær þá góða hvíld svo byrjuð við þjálfun aftur. Ég stefni á að reyna við úrtöku fyrir heimsmeistaramótið og mæta þá í gæðingaskeiðið, fimmgang og slaktaumatölt og reyna ná samanlögðum."