miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðar sigursælastur

5. mars 2014 kl. 15:13

Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi.

Sigruvegarar töltsins síðustu ára

Keppt verður í tölti í Meistardeildinni á morgun og er hún vinsælasta greinin. Ráslistarnir eru klárir og munu sigurvegararnir frá því í fyrra Viðar Ingólfsson og Vornótt frá Hólabrekku mæta í braut. Viðar Ingólfsson hefur unnið töltið langoftast af öllum eða alls þrisvar sinnum og gaman verður að sjá hvort hann bæti við þeim fjórða. 

Viðar og Tumi frá Stóra-Hofi eru eitt farsælasta parið í Meistaradeildinni en þeir hafa sigrað sjö greinar. Töltið 2007 og 2011, slaktaumatölt 2007, 2008 og 2010.

Sigruvegarar töltsins síðustu ára:

  • 2001 Adolf Snæbjörnsson Elding frá Hóli
  • 2002 Sigurður Sigurðarson Fífa frá Brún
  • 2006 Hulda Gústafsdóttir List frá Vakursstöðum
  • 2007 Viðar Ingólfsson Tumi frá Stóra-Hofi
  • 2008 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
  • 2009 Sigurbjörn Bárðarson Grunur frá Oddhóli
  • 2010 - Féll niður vegna hestapestar 
  • 2011 Viðar Ingólfsson Tumi frá Stóra-Hofi
  • 2012 Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum 
  • 2013 Viðar Ingólfsson Vornótt frá Hólabrekku