mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðar og Hængur unnu fimmgang

Óðinn Örn Jóhannsson
1. apríl 2019 kl. 07:17

Fákasel fimmgangur

Fréttatilkynning frá Fákaseli

Í gær fór fram keppni í fimmgangi í Fákaseli en það var fasteignasalan Gimli sem styrkti mótið. Það var góð þátttaka á mótinu en keppt var í tveimur flokkum, 1.flokki og 2.flokki. Embla Þórey Elvarsdóttir sigraði 2.flokkinn glæsilega með 6,50 í einkunn á Tinna frá Laxdalshofi en þau voru í þriðja sæti inn í úrslit. Í öðru sæti varð Vilborg Smáradóttir á Þoku frá Þjóðólfshaga með 6,38 í einkunn og í því þriðja varð Trausti Óskarsson á Gjóstu frá Litla-Dal með 6,21 í einkunn.

 

Í 1.flokki var það Viðar Ingólfsson sem fór með sigur úr bítum en hann var á stóðhestinum Hæng frá Bergi en þeir hlutu 7,29 í einkunn. Í öðru sæti var Jakob S. Sigurðsson á Sesari frá Steinsholti með 7,24 í einkunn og var Teitur Árnason þriðji á Atlasi frá Hjallanesi með 6,90 í einkunn.

 

Þetta var annað mótið í mótaröð Fákasels en seinasta mótið verður haldið þann 19.apríl og keppt verður í fjórgangi. Þá verða einnig kynntir til leiks samanlagðir sigurvegarar í 1.flokk og 2.flokk og hljóta þeir 100.000 kr. í verðlaun. Við hlökkum til að sjá sem flesta í Fákaseli 19. apríl

 

Niðurstöður - 1. flokkur  

A úrslit 

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Viðar Ingólfsson Hængur frá Bergi Brúnn/milli-einlitt Fákur 7,29

2 Jakob Svavar Sigurðsson Sesar frá Steinsholti Brúnn/milli-einlitt Dreyri 7,24

3 Teitur Árnason Atlas frá Hjallanesi 1 Jarpur/milli-skjótt Fákur 6,90

4 Sigurður Vignir Matthíasson Slyngur frá Fossi Brúnn/milli-einlitt Fákur 6,83

5 Helga Una Björnsdóttir Júlía frá Syðri-Reykjum Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,79

6 Daníel Gunnarsson Sónata frá Efri-Þverá Rauður/milli-blesa auk leista eða sokka Sleipnir 4,69

Forkeppni 

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Viðar Ingólfsson Hængur frá Bergi Brúnn/milli-einlitt Fákur 6,97

2 Teitur Árnason Atlas frá Hjallanesi 1 Jarpur/milli-skjótt Fákur 6,93

3 Helga Una Björnsdóttir Júlía frá Syðri-Reykjum Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,90

4-6 Jakob Svavar Sigurðsson Sesar frá Steinsholti Brúnn/milli-einlitt Dreyri 6,60

4-6 Daníel Gunnarsson Sónata frá Efri-Þverá Rauður/milli-blesa auk leista eða sokka Sleipnir 6,60

4-6 Sigurður Vignir Matthíasson Slyngur frá Fossi Brúnn/milli-einlitt Fákur 6,60

7-9 Hans Þór Hilmarsson Bjarmi frá Bæ 2 Bleikur/álóttureinlitt Smári 6,57

7-9 Matthías Leó Matthíasson Galdur frá Leirubakka Rauður/milli-stjörnótt Trausti 6,57

7-9 Ásmundur Ernir Snorrason Þoka frá Ytra-Vallholti Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Geysir 6,57

10 Hjörvar Ágústsson Ás frá Kirkjubæ Brúnn/milli-einlitt Geysir 6,50

11 Þorgeir Ólafsson Eindís frá Leirulæk Brúnn/milli-einlitt Borgfirðingur 6,37

12 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Viljar frá Auðsholtshjáleigu Jarpur/milli-einlitt Fákur 6,17

13 Jóhann Kristinn Ragnarsson Klakinn frá Skagaströnd Brúnn/milli-skjótt Sprettur 6,07

14-15 Páll Bragi Hólmarsson Hrannar frá Austurkoti Brúnn/milli-skjótt Sleipnir 6,03

14-15 Ásmundur Ernir Snorrason Þrá frá Strandarhöfði Grár/jarpureinlitt Geysir 6,03

16 Klara Sveinbjörnsdóttir Garún frá Eystra-Fróðholti Jarpur/dökk-einlitt Borgfirðingur 5,80

17 Anna Kristín Friðriksdóttir Korka frá Litlu-Brekku Brúnn/milli-einlitt Hringur 5,70

18 Páll Bragi Hólmarsson Sigurdís frá Austurkoti Grár/rauðurskjótt Sleipnir 5,63

19 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Kaldi frá Ytra-Vallholti Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Máni 5,47

 

 

Niðurstöður - 2.flokkur

A úrslit 

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Embla Þórey Elvarsdóttir Tinni frá Laxdalshofi Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,50

2 Vilborg Smáradóttir Þoka frá Þjóðólfshaga 1 Grár/brúnneinlitt Sindri 6,38

3 Trausti Óskarsson Gjósta frá Litla-Dal Móálóttur,mósóttur/dökk-einlitt Sindri 6,21

4 Guðmar Freyr Magnússon Fjóla frá Stóra-Sandfelli 3 Rauður/ljós-blesóttglófext Skagfirðingur 5,95

5 Sigurður Gunnar Markússon Nagli frá Grindavík Brúnn/milli-einlitt Sörli 5,81

6 Þórdís Inga Pálsdóttir Ófelía frá Flugumýri II Bleikur/ál/kol.einlitt Fákur 4,98

Forkeppni 

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Vilborg Smáradóttir Þoka frá Þjóðólfshaga 1 Grár/brúnneinlitt Sindri 6,53

2 Trausti Óskarsson Gjósta frá Litla-Dal Móálóttur,mósóttur/dökk-einlitt Sindri 6,47

3 Embla Þórey Elvarsdóttir Tinni frá Laxdalshofi Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,17

4 Þórdís Inga Pálsdóttir Ófelía frá Flugumýri II Bleikur/ál/kol.einlitt Fákur 6,13

5 Sigurður Gunnar Markússon Nagli frá Grindavík Brúnn/milli-einlitt Sörli 5,83

6 Guðmar Freyr Magnússon Fjóla frá Stóra-Sandfelli 3 Rauður/ljós-blesóttglófext Skagfirðingur 5,80

7 Ragnheiður Hallgrímsdóttir Sif frá Sólheimatungu Jarpur/ljóstvístjörnótt Smári 5,53

8 Högni Freyr Kristínarson Ísar frá Hala Vindóttur/móeinlitt Geysir 5,40

9 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti Rauður/milli-einlitt Geysir 5,33

10 Jóhanna Guðmundsdóttir Frægð frá Strandarhöfði Grár/rauðureinlitt Fákur 5,27

11 Guðrún Sylvía Pétursdóttir Askur frá Akranesi Jarpur/dökk-einlitt Fákur 4,70

12 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Dagur frá Björgum Jarpur/milli-einlitt Máni 0,00