þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Við eigum afmæli

23. október 2013 kl. 20:21

Léttir

Hestamannafélagið Léttir

Nú er undirbúningur fyrir afmælishátíð Léttis í fullum gangi og ríkir mikil eftirvænting hjá félagsmönnum vegna hátíðarinnar.
Myndaalbúmin eru farin að streyma inn og á síðasta nefndarfundi gátum við illa einbeitt okkur að verkefnum okkar vegna hláturs og upprifjanna þegar við glugguðum í gegnum þau albúm sem komin eru. En þar voru föngulega meyjar og fáklæddir sveinar meðal annara glæsi-knapa og hrossa.
 
Þeir félagsmenn sem reiðubúnir eru að lána albúmin sín og lofa bæjarbúum að glugga í heim okkar hestamanna eru vinsamlega beðin um að hafa samband við Sigfús 846-0768 eða Þuru í 848-8210.
 
Hvetjum við alla hestamenn að koma í Léttishöllina laugardaginn 2. nóvember á milli 11:00 og 16:00 og taka vini og ættingja með sér því mikið verður um að vera hjá okkur. Við ætlum að bjóða uppá kaffi og með‘í, myndasýningar, bjóða börnum á bak og margt margt fleira.