miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vettvangur skoðanaskipta

Jens Einarsson
30. september 2010 kl. 10:48

Skrifaðu í Hestar og hestamenn

Liggur þér eitthvað á hjarta í sambandi við hesta og hestamennsku? Viltu leggja orð í belg? Hestablaðið Hestar og hestamenn heldur upp á átján mánaða afmæli sitt um þessar mundir. Blaðið hefur fengið afar góðar viðtökur. Bæði hjá lesendum Viðskiptablaðsins, sem fá blaðið sem fylgirit, og einnig þeim sem hafa gerst áskrifendur að HOGH séstaklega. Í allt eru lesendur Hesta og hestamanna á milli átta og níu þúsund.

Þeim sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri í Hestar og hestamenn er bent á eftirfarandi:

1. Aðeins er tekið við greinum sem skrifaðar eru undir nafni.

2. Styttri greinar (1/3 – 2/3 úr síðu) skulu ekki vera lengri en 300 – 600 orð. Gert er ráð fyrir einni hestamynd tengdri efninu og einni mynd af höfundi.

3. Greinar á heila síðu skulu ekki vera lengri en 1000 - 1200 orð.

4. Ritstjóri áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við málfar og framsetningu aðsendra greina.

5. Greinar skal senda á netfangið jens@vb.is. Einnig er hægt að hafa samband við Jens Einarsson ritstjóra í síma 862-7898.