miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarstarf hefst af fullum krafti hjá Brokkkórnum

3. október 2013 kl. 08:32

Brokkkórinn á lokadegi HM Berlín, 11. ágúst 2013

Síðasta starfsár var afar vel heppnað hjá Brokk-kórnum og hápunkturinn var eflaust söngferð á Heimsleika íslenska hestsins í Berlín í ágúst 2013. Nú er nýtt starfsár hafið hjá kórnum og æfingar verða á þriðjudagskvöldum í Vatnsendaskóla frá kl. 20:00 - 22:00. Öllum söngelskum hestamönnum er velkomið að taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu vetrarstarfi. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við formann kórsins, Sigurð Svavarsson sigurds@husa.is eða gsm 660-3197 til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag, raddprófanir o.fl.