miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarstarf að hefjast

28. september 2012 kl. 14:39

Vetrarstarf að hefjast

Vetrarstarf hestamannafélaganna er um það bil að fara í gang. Margir hafa nýtt fallega daga í haustferðir, hjá sumum félögum er uppbygging á hestahúsasvæðum í fullum gangi. Á meðan eru önnur eru farin að kynna vetrardagskrá sína. Uppskeruhátíðir fara fram þessa daganna þar sem afreksmönnum og efnilegum félagsmenn eru heiðaðir.

Andvari, Garðabæ:

Á uppskeruhátið æskulýðsnefndarinn sem haldin var í vikunni voru valdir efnilegustu knapar Andvara. Kristófer Darri Sigurðsson hlaut titililinn efnilegasti drengurinn og Bríet Guðmundsdóttir efnilegasta stúlkan.

Fákur, Reykjavík:

Seinna fumtamninganámskeið Róberti Petersen hefst með bóklegum tíma mánudaginn 1.október kl. 20:00 í félagsheimili Fáks.

Freyfaxi, Austfjörðum:

Sölu- og markaðsdagur Freyfaxa og Hraust fer fram laugardaginn 13. október næstkomandi í Hestamiðstöð Austurlands á Iðavöllum. Sjá nánar hér.

Freyja, Eskifirði:

Fjarðabyggð boðaði til fundar með hestamönnum í Grunnskóla Eskifjarðar mánudagskvöldið 24. september sl. Fundarefni var hesthús og beitarmál vegna gerðar Norðfjarðarganga.

Grani, Húsavík:

Ný reiðhöll hestamanna á Húsavík, Bústólpahöllin, var tekin í notkun í vor. Granamenn hafa notað haustið að gera hana vistlega og fína eins og sjá má hér.

Hringur, Dalvík:

Hagar hafa verið opnaðir í Sauðanesi og er því heimilt að færa hross þangað til beitar.

Hörður, Mosfellsbæ:

Boðið er upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun í haust. Nánari upplýsingar hér.

Léttir, Akureyri:

Frá því í vor hafa staðið yfir framkvæmdir í Top Reiter höllinni og hafa þær framkvæmdir gengið vel. Umsjónarmenn hallarinnar hafa byggt upp nýja félagsaðstöðu í höllinni.

Ljúfur, Hveragerði:

Ljúfsmenn fóru í haustferð í byrjun mánaðarins þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Sóti, Álftanesi:

Mikil uppbygging á sér stað hjá Sótamönnum. Verið er að reisa gerði, sem verður vísir að reiðhöll félagsins. Sjá hér.

Sörli, Hafnarfirði:

Á aðalfundi félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 25. október verður kosið í stjórn og nefndir á vegum félagsins. Einhver endurnýjun verður á stjórn og nefndum og er óskað eftir áhugasömum félögum til starfa.

Þjálfi, S-Þingeyjarsýslu:

Boðið er upp á frumtamninganámskeið, knapamerkjanámskeið og einkatíma í Torfunesi. Nánar hér.

Þytur,  V-Húnavatnssýslu:

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldin laugardaginn 27. október nk.