miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarmótaröð Grana - fjórgangur

8. febrúar 2010 kl. 10:59

Vetrarmótaröð Grana - fjórgangur

Nú er að hefjast vetrarmótaröð hestamannafélagsins Grana. Hún hefst á fjórgangi sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar klukkan 18.00 í reiðhöllinni á Mið-Fossum.

Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki og svokölluðum þrígangi sem lýsir sér þannig að riðið er fet, brokk og tölt.

Skráning á mótið þarf að berast fyrir klukkan 21.00 á miðvikudagskvöldið 10. febrúar. Tekið verður við þeim á grani@lbhi.is.

Koma þarf fram:
Nafn knapa.
Flokkur sem keppt er í.
Nafn hests.
Litur.
Hönd sem riðið er uppá.

Skráningargjöld borgast á staðnum í reiðufé.

Frítt er inn fyrir áhorfendur og hvetjum við sem flesta til þess að koma og fylgjast með þessu skemmtilega móti! :)
 

Kveðja,

Stjórn Grana.