miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarmót Smára

21. apríl 2013 kl. 11:23

Vetrarmót Smára

„Þriðja og síðasta Vetrarmót Smára fór fram í gær, laugardaginn 20. apríl að Flúðum. Þó vorið sé komið í uppsveitir kom einstaka kaldur gustur og var þá gott að verma sér á heitu kaffi. 

Pollaflokkur hóf keppnina inni í reiðhöll en þar tók Freyja Mattsson þátt og stóð sig með prýði. 

Þá var komið að því að fara út í sólina því unghrossaflokkurinn var næstur á dagskrá en unghrossin eru fædd 2008 og 2009. Eftir þau tók hver flokkurinn við af öðrum en skemmtilegt er að geta þess að barnaflokkurinn var fjölmennastur þar sem framtíðar knapar sýndu kunnáttu sína. Úrslit dagsins urðu eftirfarandi:

 

Unghrossaflokkur:

 1. Berglind Ágústsdóttir og Sólrún frá Efra-Langholti
 2. Hannes Gestsson og Rjóð frá Kálfhóli II 
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Muggur frá Kaldbak

 

Barnaflokkur:

 1. Aron Ernir Ragnarsson og Þyrnir frá Garði
 2. Halldór Fjalar Helgason og Þokki frá Hvammi I 
 3. Hekla Salóme Magnúsdóttir og Hróðný frá Blesastöðum 
 4. Einar Ágúst Ingvarsson og Prins frá Fjalli
 5. Þorvaldur Logi Einarsson og Eldur frá Miðfelli 2A
 6. Hanna Winter og Freydís frá Röðli
 7. Valdimar Örn Ingvarsson og Þrusa frá Borgarholti
 8. Laufey Ósk Grímsdóttir og Iðunn frá Ásatúni
 9. Lára Bjarnadóttir og Aron frá Stekkum

10-11 Þórey Þula Helgadóttir og Kilja frá Hvammi 1

10-11 Hjörtur Snær Halldórsson og Ljúfur frá Hrepphólum 

 

Unglingaflokkur:

 1. Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eyvör frá Blesastöðum 
 2. Björgvin Ólafsson og Óður frá Kjarnholtum 1 
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson og Sóley frá Syðri-Hofdölum
 4. Helgi Valdimar Sigurðsson og Hending frá Skollagróf

 

 

Ungmennaflokkur:

 1. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Blossi frá Vorsabæ II
 2. Eiríkur Arnarsson og Móhildur frá Blesastöðum
 3. Karen Hauksdóttir og Tinna frá Blesastöðum
 4. Guðjón Örn Sigurðsson og Gola frá Skollagróf,“ segir í tilkynningu frá Smárafélögum