föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarmót Smára á laugardag

15. febrúar 2011 kl. 13:27

Vetrarmót Smára á laugardag

Fyrsta vetrarmót Smára verður haldið laugardaginn 19. febrúar kl. 14.

Keppt verður í Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, Fullorðinsflokki 1, Fullorðinsflokki 2. og Unghrossaflokki.Skráning er á staðnum og hefst kl. 12.45 og lýkur kl. 13.45. Skráningargjald er 500 kr. á hest, frítt er fyrir polla og barnaflokk. Pollaflokkurinn verður inni í Reiðhöllinni en aðrir flokkar á vellinum.

Veitingasala verður í Reiðhöllinni.

Minnt á næstu vetrarmót: 19. mars og 16. apríl.

Nánari upplýsingar verða á heimasíðu Smára og í fréttablöðum sveitanna.