þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarmót Loga og Trausta á laugardag

16. febrúar 2011 kl. 12:30

Vetrarmót Loga og Trausta á laugardag

Fyrsta vetrarmót hestamannafélaganna Loga og Trausta verður haldiðí Hrísholti laugardaginn 19. febrúar kl. 14. Keppt verður í barna-, unglinga-, fullorðins- og unghrossaflokkum.

Þær reglur gilda í unghrossaflokki að knapi getur mætt með nýtt hross á hvert mót, en heldur samt sýnum stigum þ.e. knapinn safnar stigum óháð hrossum. Unghrossaflokkurinn er ætlaður hrossum fæddum 2005 og 2006.

Vert er að minna á þær reglur sem gilda um keppnisrétt knapa og hrossa á vetramótum félagsins. Hægt er að lesa reglurnar á heimasíðum Loga og Trausta.

Annað vetrarmót félaganna verður haldið 19. mars og það þriðja þann 16. apríl.