mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarmót Harðar á sunnudag

17. mars 2011 kl. 13:10

Vetrarmót Harðar á sunnudag

Mótanefnd Harðar mun standa fyrir öðru vetrarmóti sínu, VÍS vetrarmóti, nk. sunnudag 20. mars. Mótið hefst kl. 15, en skráning fer fram samdægurs milli kl. 14 og 15 og er skráningargjald 1.500 kr.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þessari röð: Pollar teymdir, Pollar ríða einir, Börn, Unglingar, Ungmenni, Konur 2, Konur 1, Karlar 2, Karlar 1, Atvinnumenn og Skeið.