miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarleikar hestamannafélagsins Hrings

5. febrúar 2017 kl. 17:55

Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund

Ef aðstæður leyfa verður keppt á Hrísatjörn

Laugardaginn 11. febrúar blæs Hestamannafélagið Hringur til opins Vetrarmóts/Ísmóts. 

Ef aðstæður leyfa verður skoðað að hafa mótið á Hrísatjörn en stefnt er að halda mótið á Hringsvellinum á beinu brautinni.  Keppt verður í tölti opnum flokki og 100m skeiði.

Skráning skal fara fram með tölvupósti á netfangið felix@norfish.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 9. febrúar.

Skráningargjald er 2500 kr. á fyrstu skráningu og 2000 kr. á skráningar eftir það.  Ath. að tveir dómarar munu dæma saman í Töltinu og tímataka í skeiði verður rafræn.

Skráningargjald þarf að leggja inná reikning hestamannafélagsins kt. 540890-1029, reikn: 0177-26-175 tilvísun "ísmót" kvittun sendist á saevaldur.gunnarsson@saeplast.com

Skráning telst gild þegar greiðsla hefur borist.Mótið hefst kl 11:00 og skulu knapar vera mættir 10:30

Upplýsingar um mótið veitir Þorsteinn Hólm í síma 867 5678
kveðja. Mótanefnd Hrings