þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vesturlandssýningin

12. mars 2014 kl. 10:30

Vesturlandssýning

Vestlenskir gæðingar og góðir gestir

Vesturlandssýningin í Faxaborg, Borgarnesi, verður haldin laugardaginn 29. mars 2014. 

Fulltrúar hestamannafélagana á Vesturlandi og Hrossaræktarsamband Vesturlands hafa ákveðið að efna til sýningar í reiðhöllinni Faxaborg. Þetta er fjórða árið í röð sem reiðhallarsýningin er haldin og mun allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust. 

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði er atriði hjá börnum og unglingum ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, tölti, skeiði, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. 

Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross eru beðin um að koma þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:

Arnar Ásbjörnsson arnarasbjorns@live.com 841-8887
Hlöðver Hlöðversson toddi@simnet.is 661-7308
Halldór Sigurðsson 892-3044
Valdimar Magnús Ólafsson valdi@husa.is 661-3199