þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vesturlandssýning

24. apríl 2017 kl. 23:50

Spennandi sýning 28.apríl í Borgarnesi

Vesturlandssýning verður haldin þann 28. apríl klukkan 20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. 

Ræktunarbú af svæðinu koma fram. Börn og unglingar sýna hesta sína.

FT verður með atriði. Íslandsmeistari frá 2016 kemur fram á gæðing sínum. Nokkrir glæsilegir stóðhestar munu mæta á svæðið, t.d. Sproti frá Innri-Skeljabrekku, Logi frá Oddsstöðum, Styrkur frá Stokkhólma og Bjarmi frá Bæ. Grínatriði og fleira óvænt.

Forsala aðgöngumiða hefst á þriðjudaginn 25. apríl n.k. í Líflandi Borgarnesi. Miðaverð 2500 kr.