laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verum hagsýn í kreppunni

14. janúar 2010 kl. 09:48

Verum hagsýn í kreppunni

Sala á notuðum reiðfatnaði verður í félagsheimili Fáks sunnudaginn 17.janúar 2010. Losið reiðföt sem þið eruð hætt að nota úr skápum og hirslum og fáið fé fyrir eða komið og kaupið ykkur reiðföt á góðu verði! Reiðjakkar, peysur, reiðskór, reiðstígvél, úlpur, reiðbuxur og hvaða reiðfatnað sem þið viljið losna við. Tekið verður á móti fatnaði frá kl. 11 til 13. Fólk ræður sjálft verðinu á fatnaðinum. Því betra verð því meiri líkur á sölu. Salan hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00 í félagsheimili Fáks Allir velkomnir