laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðum ekki tekin alvarlega

Jens Einarsson
26. október 2009 kl. 10:24

Segir Piet Hoyos formaður ÖIV

Í sjötta tölublaði af Hestar&Hestamenn, sem er nýkomið út, er viðtal við austuríska hestamanninn Piet Hoyos. Hann hefur verið formaður austuríska Íslandshesta-sambandsins (ÖIV) síðastliðin fimm ár og setið í stjórn þess í fimmtán ár. H

ann segir að framfarir hafi átt sér stað á mörgum sviðum, en sumt hafi setið eftir vegna tregðu hjá FEIF. Samtökin í heild séu of sundurlaus.

FEIF er þunglamaleg stofnun

„FEIF er of þunglamaleg stofnun. Sjálfsagðar breytingar taka of langan tíma,“ segir Piet.

„Við hjá ÖIV höfum sent inn margar tillögur að breytingum, en þær hafa fengið litlar undirtektir. Ég get tekið dæmi varðandi sportið. Það sjá allir reyndir reiðmenn að hinn svokallaði „collecting ring“ er tímaskekkja eins og hann er núna. Flestir íslenskir keppnishestar þurfa miklu stærra svæði síðustu mínúturnar áður en þeir fara inn á völlinn. Allir er sammála þessu, en samt er tregða í FEIF.

Aðildarlönd FEIF þurfa að samhæfa sig betur. Of margir eru að gera sömu hlutina, en hver í sínu horni og á eigin forsendum. Það getur ekki gengið til lengdar og kallar á árekstra. Við verðum að samræma félagskerfi okkar betur; keppnisreglur, menntun reiðkennara, og svo framvegis. Á meðan við erum svona sundurlaus verðum við ekki tekin alvarlega á alþjóðlegum vettvangi.“