laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verum á varðbergi!

21. október 2011 kl. 15:11

Verum á varðbergi!

Landssamband hestamannafélaga sendir frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna dýraníðsmálanna:

Vegna þeirra hryllilegu dýraníðsmála sem upp hafa komið síðstu misseri og nú síðast í hesthúsahverfi í Kópavogi, vill Landssamband hestamannafélaga ítreka við hesteigendur að gæta vel að hrossum sínum og fylgjast vel og reglulega með þeim hvar sem þau eru niðurkomin. Þessi níðingsverk hafa fram til þessa beinst að hryssum, svo hafa ber það sérstaklega í huga. 

Til að reyna að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig, er mikilvægt að við stöndum saman m.a. með því að koma öllum upplýsingum sem hugsanlega geta upplýst þessa glæpi til lögreglu.
 
Það er alvarlegur glæpur að fremja slík níðingsverk og vonum við að sem fyrst náist að koma höndum yfir þá einstaklinga sem sekir eru um þessi athæfi.
 
Stjórn Landssambands hestamannafélaga