miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verður þú ein(n) þeirra ALLRA STERKUSTU?

22. mars 2012 kl. 15:26

Verður þú ein(n) þeirra ALLRA STERKUSTU?

Úrtaka fyrir Ístöltið – þeir allra sterkustu verður haldin laugardaginn 24. mars og hefst hún kl. 20 í Skautahöllinni í Laugardal. 

Síðasti skráningardagur er í dag, fimmtudaginn 22. mars og er tekið við skráningum á netfangið hilda@landsmot.is fram til kl. 23:59 í kvöld! Það sem þarf að koma fram er nafn, kennitala og gsm-númer knapa, IS-númer, nafn og uppruni hests og að lokum kortanúmer fyrir skráningargjaldinu sem er kr. 5000. 
 
Ef þú lumar á snaggarlegum töltara, skráðu þig til leiks og freistaðu þess að keppa við ÞÁ ALLRA STERKUSTU þann 31. mars n.k.
Landsliðsnefnd LH