mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæt gjöf

16. júní 2016 kl. 09:00

„Ég hef tamið og þjálfað Hátt og Hnokka frá upphafi. Snemma tók ég þá ákvörðun að selja þá ekki heldur eiga til þess að þróa mig áfram í reiðmennsku. Ég hef lært mikið um hvað virkilega hjálpar hestinum til lengri tíma og hvað eru skamtímalausnir sem koma í bakið á manni seinna.“

Viðtal við Mette Mannseth.

Mette Mannseth er einn af fremstu reiðmönnum landsins. Hún náði þeim árangri að verða tamningameistari árið 2013 og er eina konan í þeim hópi. Hún starfar við tamningar og þjálfun á Þúfum sem og að starfa sem yfirreiðkennari við Háskólann á Hólum. Eiðfaxi ákvað að skella sér norður og taka hana tali.

Mette vakti fyrst athygli þegar hún kom fram á Hróðri frá Refsstöðum en m.a. sýndi hún hann á Landsmótinu í Reykjavík árið 2000. Hann hlaut þar 9,5 fyrir tölt sem þótti afar óvenjulegt fyrir 5 vetra stóðhest á þessum tíma. „Gísli keypti átta trippi í pakka af þeim Dagbjarti og Jennýju á Refsstöðum en í þeim pakka var Hróður. Hann var undan hryssu sem Gísli hafði tamið og sýnt og verið alltaf ofboðslega hrifinn af en ekki haft efni á að kaupa hana. Faðir Hróðurs var Léttir frá Stóra-Ási sem Gísli taldi vera stórefnilegan. Einhverra hluta vegna ákvað hann að gefa mér hann og átti annan fola sjálfur sem var undan sama hestinum og hét Skálmar. Síðan upphófst keppni um hvor hesturinn yrði betri en það fór þannig að ég vann þessa keppni,“ segir Mette og hlær en Skálmar reyndist þeim þó vel líka. Frábær heimilishestur, duglegur og viljugur sem þau áttu lengi. Hróður hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmótinu 2008.

Lestu viðtalið við Mette í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.