miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðlaunahestar heiðraðir

30. júní 2012 kl. 09:47

Verðlaunahestar heiðraðir

Laugardagur landsmóts er að hefjast, mikið hvað tíminn líður hratt þegar gaman er. Laugardagurinn er að mestu leyti helgaður kynbótahestum, afkvæmahestum og verðlaunastóðhestum. Klukkan 10 hefst kynning á þeim stóðhestum sem hafa í ár hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Alls hljóta ellefu hestar afkvæmaverðlaun á mótinu og fer þar fremstur meðal jafningja Álfur frá Selfossi, en aðstandendur hans munu taka við bikarnum í kvöld. Ekki má búast við öðru en að Álfur muni heiðra gesti með nærveru sinni ásamt fjöldann öllum af afkvæmum.

Til að glöggva sig enn betur á þéttri dagskrá dagsins má líta yfir hana hér.