sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðlaunabú á Ræktun 2011

20. apríl 2011 kl. 11:57

Verðlaunabú á Ræktun 2011

Spennandi kynbótahross munu koma fram á sýningunni Ræktun 2011 í Ölfushöllinni nk. laugardagskvöld skv. fréttatilkynningu sem aðstandendur sýningarinnar sendu frá sér:

"Þar verða áhugaverðir afkvæmahópar, t.d. undan gæðingshryssunum Randalín frá Torfastöðum, Perlu frá Ey, Silkifis frá Torfastöðum, Glímu frá Vindheimum og Urði frá Sunnuhvoli.

Heiðurshryssa Suðurlands verður útnefnd og öll þau sunnlensku bú sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna sl. haust munu koma fram. Fjölbreyttir hópar af hryssum og stóðhestum mæta, auk ræktunarbússýninga frá Skeiðháholti, Kaldbak, Austurkoti, Strandarhjáleigu, Dalbæ og Bakkakoti svo einhver séu nefnd. Glæsihryssan Dögg frá Steinnesi mun sýna sig, en hún hefur heillað fólk upp úr skónum sem til hennar hefur séð. Þá munu afkvæmi Glóðars frá Reykjavík og Stála frá Kjarri gleðja gesti og margt, margt fleira.

Sýningin hefst kl. 20 á laugardagskvöld og fer miðasala fram við innganginn. Miðaverð er kr. 2.500, frítt fyrir 16 ára og yngri."