mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Verð búinn að fara á hann fimm sinnum“

18. júlí 2012 kl. 15:57

„Verð búinn að fara á hann fimm sinnum“

„Undirbúningur gengur vel. Ég er á Íslandi og hesturinn í Danmörku, en hann er í góðum höndum hjá þeim Agnari Snorra Stefánssyni og Anne Stine Haugen,“ segir Reynir Örn Pálmason, en hann keppir á stóðhestinum Tór frá Auðsholtshjáleigu í fjórgangi og slaktaumatölti á Norðurlandamótinu nú í ágúst. 

Reynir Örn fær Tón lánaðan en hann hefur verið í þjálfun hjá Agnari og Anne. „Við Agnar Snorri erum góðir félagar og ég nefndi það einhvern tímann við hann að ég hefði áhuga á að keppa á Norðurlandamótinu. Agnar sagðist vera með mjög góðan hest sem ég gæti fengið svo ég sótti um.“ Tíu knapar keppa í flokki fullorðinna á mótinu.

„Ég fór út um helgina og prófaði Tór þá í fyrsta sinn en ég verð búin að ríða á honum fimm sinnum áður en við förum inn á völlinn. Mér líst mjög vel á hestinn og er hann mjög góður svo þetta getur farið vel,“ segir Reynir.

Anne Stine Haugen hefur verið að keppa á Tór en þau enduðu í öðru til þriðja sæti í slaktaumatölti á norska meistarmótinu með 7,67 í einkunn.