fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dómarar í tölti á LM 2014

28. maí 2014 kl. 10:28

Dómarar á Landsmóti 2004.

Mæting í mátun.

Hestaíþróttadómarafélag Íslands sendir þessa tilkynningu til þeirra dómara sem dæma munu töltkeppni landsmóts í sumar:


"Dressman í Smáralind mun útvega fatnað á alla dómarana og er nauðsynlegt fyrir þessa dómara að fara í þangað (HELST STRAX) og máta.  Þar á að liggja listi yfir nöfnin ykkar.

Kvendómararnir mættu gjarnan fara í mátun í Dressman líka. Það er möguleiki að þið passið í t.d. khaki buxur og skyrtu. Ef erfitt verður að lagfæra jakkana til þannig að þeir henti ykkur þá munum við finna aðra jakka handa ykkur.  Þess vegna er mikilvægt að þið farið sem fyrst.

Tengiliður okkar í Dressman-búðinni heitir Ásgeir.  Hann þekkir málið mjög vel og er með listann fyrir nöfnin ykkar og mun sjá um að upplýsa aðra starfsmenn í búðinni um mátunina.

Eftirfarandi dómarar dæma töltkeppni LM2014:


Yfirdómari: Pjetur N. Pjetursson
Ann Winter
G. Snorri Ólason
Hulda G. Geirsdóttir
Hörður Hákonarson
Kristinn Bjarni Þorvaldsson
Pétur Jökull Hákonarson
Piet Hoyos (erlendur dómari)
Sigríður Pjetursdóttir
Sigurbjörn Viktorsson
Sigurður Kolbeinsson

 Varadómari:  Halldór G. Victorsson."