miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vel heppnuð sýnikennsla hjá Unn Krogen

1. febrúar 2011 kl. 14:20

Vel heppnuð sýnikennsla hjá Unn Krogen

Sýnikennslan hjá Unn Krogen sem fram fór síðastliðið laugardagskvöld í Rangárhöllinni á Hellu tókst með eindæmum vel.

Rúmlega 70 manns komu og fylgdust með hvernig Unn Krogen nálgst tamningar og þjálfun íslenska hestsins. Talaði hún mikið um að við ættum ekki að gleyma því hvernig íslenski hesturinn er og hvernig honum er best riðið. Allar æfingar eru góðar í hófi, en ekki gleyma því hvernig er að ríða út, njóta náttúrunnar og hafa gaman. Einnig talaði hún um að ef þær æfingar sem við erum að gera við okkar hesta myndu á einhvern hátt gera þá verri fyrir vikið væri betra að sleppa þeim æfingum heldur en að halda áfram og vona það besta, því það er svo misjafn hvað hver hestur þarf. Svo talaði hún um að, það ætti ekki að setja alla hestana í sama formið heldur þyrfti að meta hverja hestgerð fyrir sig og fá þannig það besta út úr hverjum hesti með því formi sem hentar honum. Þökkum við Unn Krogen fyrir sýnikennsluna og vonum að hægt verði að endurtaka leikinn einhvern tíma síðar.
 
Rangárhöllin