laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vel heppnuð stóðhestasýning

5. apríl 2010 kl. 17:06

Vel heppnuð stóðhestasýning

Það var sannarlega hægt að segja að stóðhestaveisla hafi verið haldin í Rangárhöllinni laugardaginn 3. maí. Mikill fjöldi stóðhesta var sýndur, bæði sem einstaklingar og nokkrir með afkvæmun eða systkinum. Þar gaf að líta fjölda gæðinga sem sýndu allt það besta sem í íslenska hestinum býr. Eðlilega var einnig margt af ungum hossum sem eru skemur á veg komin en stefna greinilega í að verða kostagripir.

Heiðursgestur sýningarinar var sá landskunni Orri frá Þúfu sem nú er að verða 24 vetra og er enn að fylja hryssur sem ungur væri. Fjöldi afkomanda hans var að sjálfsögðu á sýningunni. Ekki mun ofmælt að nokkur stóðhestur á Íslandi hafi markað jafn djúp spor í hrossaræktinni og hann hin síðari ár.

Nokkrir aðrir stóðhestar komu fram með afkvæmum og má nefna skörunginn Aron frá Strandarhöfði en með honum fylgdu átta afkvæma hans sem sannarlega kunna að skyrpa úr hófunum.

Ekki verður gert upp á milli hrossa hér enda engin hross dæmd en gaman verður að fylgjast með fjölda þeirra ungu og efnilegu stóðhesta sem sýndu kosti sína.

Tvö hlé voru gerð á þessari þriggja tíma sýningu. Í öðru þeirra var boðið upp veglegt málverk eftir Agnar R Róbertsson hrossabónda á Jaðri. Myndin prýðir forsíðu veglegs stóðhestablaðs sem gert hefur verið og fylgdi m.a. hverjum aðgöngumiða á stóðhestaveisluna. Það var Óskar Eyjólfsson hrossabóndi í Hjarðartúni sem bauð best eða kr. 350 þúsund.

Þá voru boðnr upp tveir folatollar gæðinga sem komu fram.

Sýning sem þessi krefst mikils undirbúnings fjölmargra en stærstan hlut þeirra er nærri komu er Magnús Benidiktsson sem var framkvæmdastjóri.

Hulda G Geirsdóttir og Ágúst Sigurðsson voru þulir mótsins og voru óspör á visku sína um hrossin.  

Það var Sigurður Sigmundsson fréttaritari sem ritaði og tók myndirnar með fréttinni.