miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vel heppnaður stofnfundur

8. október 2019 kl. 21:43

Vel var mætt á fundinn

Viðtal við Ólaf Þórisson sem situr í undirbúningsnefnd Meistaradeildar ungmenna

 

Stofnfundur Meistaradeildar ungmenna var haldinn í kvöld að Fákaseli, þar sem fyrirhugað er að mótaröðin fari fram.

Mætingin var góð og þá sérstaklega á meðal ungmenna og aðstandenda þeirra. Þau Ólafur Þórisson, Anna Björg Níelsdóttir og Andrés Pétur Rúnarsson eru í undirbúningsnefnd og stýrðu þau fundinum en fundargestum gafst færi á að segja skoðanir sínar og koma með tillögur er varða deildina. Rætt var um það hvaða keppnisgreinar á að bjóða upp á, hversu mörg lið og svo fram eftir götunum.

Blaðamaður Eiðfaxa tók Ólaf Þórsson tali og spurði hann nánar út í tilurð deildarinnar og markmið.

Viðtalið má nálgast með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/MaCYvBxxoQY