föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vel heppnað kvennatölt Blæs

5. mars 2011 kl. 23:54

Vel heppnað kvennatölt Blæs

Á Austurlandi hélt hestamannafélagið Blær kvennatölt í Dalahöllinni. Var þetta í fyrsta sinn sem hestamannafélagið stendur fyrir slíku móti og var það vel heppnað og ánægjulegt samkvæmt því  sem segir á heimasíðu hestamannafélagsins.

“Það voru Blæsfélagarnir Steinar Gunnarsson og Guðbjartur Hjálmarsson sem áttu veg og vanda af þessu frábæra móti. Fengu þeir til liðs við sig ýmsa góða menn og konur til að allt gæti gengið sem best fyrir sig og má sannarlega segja að vel hafi tekist til.

Keppt var í tveimur flokkum á mótinu. Í yngri flokki voru fjórar efnilegar stúlkur en í eldri flokki voru rúmlega þrjátíu skráningar frá föngulegum konum víðsvegar af Austurlandi. 
Glæsileg verðlaun voru í boði, bæði medalíur fyrir fimm efstu sæti og mjög fallegur farandgripur fyrir efsta sæti í eldri flokki, en verðlaunin á mótinu voru gefin af feðgunum Gunnari Jónssyni og Steinari Gunnarsyni og fjölskyldu þeirra í minningu Halldóru Jónsdóttur.
Einnig voru veitt 50.000 kr peningaverðlaun fyrir fyrsta sætið í eldri flokki þannig að til mikils var að vinna,” segir á heimasíðu Blæs.Úrslitin á mótinu voru sem hér segir:Yngri flokkur

1. sæti Þuríður Lillý Sigurðardóttir og Bessi frá Björgum

2. sæti Andrea Guðbjartsdóttir og Kristall frá Naustum

3. sæti Sigríður Theodóra Sigurðardóttir og Sproti frá Bárðartjörn

4. sæti Elísabet Líf Theodórsdóttir og Saga frá FlöguEldri flokkur

1. sæti Nikólína Rúnarsdóttir og Þytur frá Kollaleiru

2. sæti Guðbjörg Friðjónsdóttir og Ófeigur frá Ey II

3. sæti Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir og Dalvar frá Tjarnarlandi

4. sæti Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Svala frá Syðstu-Grund

5. sæti Helga Valbjörnsdóttir og Gusa frá Breiðabliki