miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vekringar á Brávöllum - myndir

11. september 2011 kl. 15:02

Vekringar á Brávöllum - myndir

Tommamót Skeiðfélagsins var haldið að Brávöllum á Selfossi í gær en mótið var haldið til minningar um Tómas Ragnarsson sem lést fyrir aldur fram þann 16. júlí 2010.

Skeiðfélagið stendur árlega fyrir nokkrum kappreiðum og vill félagið með því efla kappreiðar og gera skeiðíþróttinni þannig hærra undir höfði.

Skráningar í skeiðgreinar létu ekki á sig standa á Tommamótinu og voru þær hinnar fjölmennustu. Þegar Eiðfaxi leit við á mótið voru mættir í braut hröðustu vekringar landsins og gerðu ansi margir atlögu að Íslandsmetum í 250 metra, 150 metra og heimsmetinu í 100 metra skeiði.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá skeiðbrautinni í öskumistrinu á Brávöllum í gær.