fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veita okkur aðhald

odinn@eidfaxi.is
23. október 2014 kl. 09:42

Drift frá Guldbæk hlaut 8,43 í aðaleinkunn 4 vetra gömul.

Dönsk hrossarækt á miklu flugi.

Hrossarækt í Danmörku hefur verið á talsverðu flugi á síðustu árum og eru danir farnir að anda ofan í hálsmálið á íslendingum í hrossaræktinni. Hér fyrir neðan eru hæst dæmdu hross hvers andursflokks í Danmörku í ár en sem dæmi um styrk dana þá er önnur hæst dæmda 4 vetra hryssan danskfædd. Hún heitir Drift frá Guldbæk dóttir Garrasonarins Viktors frá Diisa. Móðir hennar er Nína fra Guldbæk en öll þrjú afkvæmi hennar hafa hlotið 1.verðlauna dóm með meðaleinkunnina 8,34 í aðaleinkunn.

Hæstu danskfæddu hross í hverjum flokki:

DK2010101001  Bróðir frá Slippen 8,23

DK2010200729  Drift frá Guldbæk 8,43

DK2009100840  Kóngur frá Højbjerg 8,48

DK2009200701  Líf frá Slippen 8,40

DK2008105681  Teitur frá Diget 8,44

DK2008205892  Helena Fagra frá Engholm 8,47

DK2006107426  Fimur frá Egholm 8,62

 

DK2006207227  Sina frá Moselundgård 8,21