laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veisluborð fagráðs

Óðinn Örn Jóhannsson
23. febrúar 2018 kl. 20:17

Kynbótadómar.

Innsend grein um val á Ræktunarmanni ársins.

Í 2.tölublaði Eiðfaxa er innsend grein eftir Loga Laxdal þar sem hann setur ákveðnar spurningar fram vegna vals á Ræktunarmanni ársins og þeim reglum sem farið er eftir í þeim efnum. Beinir hann skrifum sínum að fagráði í hrossarækt og kallar eftir ákveðnum breytingum á því verklagi sem viðhaft hefur verið.

Hér eru stutt brot úr greininni en hana má lesa í 2.tbl sem er nú á leiðinni í prentun.

Val Fagráðs í hrossaræktinni í haust hefur vakið gríðarlega umræðu á meðal hestamanna og hrossaræktenda út um allan heim en fyrir valinu að þessu sinni voru þeir Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson sem kenna ræktun sína við Efsta-Sel í Rangárþingi-ytra. En samkvæmt upplýsingum frá fagráði eru hrossin sem standa........................

Það sem veldur mér áhyggjum í þessari umræðu allri, er að metnaðarfull hrossaræktunarbú hafa lagt mikið á sig í pörun hryssna sinna við fremstu stóðhesta landsins, leggja metnað í uppeldi og kostað miklu til í tamningu og svo sýningar. Þessir ræktendur eru hlunnfarnir ef hægt er að láta skrá sig sem ræktanda topp góðra hrossa frá óteljandi stöðum og búum um land allt eftir á og skjóta þar með fyrrnefndum hrossaræktunarbúum aftur fyrir sig með brögðum sem þessum........................