mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veislan byrjar eftir tvær vikur

9. janúar 2014 kl. 23:19

Ársmiðinn á MD2014

Fjórgangur Meistaradeildar í Ölfushöll 23 janúar

Spennan er í hámarki því nú eru einungis 2 vikur í fyrsta mót ársins í Meistaradeildinni.  Veislan byrjar á hörkukeppni í Fjórgangi og hefst mótið kl. 19:00 í Ölfushöllinni.

Öll lið eru fullskipuð úrvalsknöpum með úrvalshesta.  Frést hefur af stífum æfingum fyrir fyrstu keppnina enda má búast við miklum tilþrifum. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu hestum landsins verði skráðir til leiks.  Ráslistar verða birtir 21 janúar.
Forsala atgöngumiða á Fjórganginn er nú hafin. Aðgangseyrir á mótið er  1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Miðarnir eru til sölu í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Á sömu stöðum er einnig hægt að kaupa ársmiða á deildina sem kostar 5.000 kr.
Endanleg liðaskipan er eftirfarandi

Auðsholtshjáleiga: 
Þórdís Erla Gunnarsdóttir
Árni Björn Pálsson
Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Bjarni Bjarnason 

Árbakki/Hestvit: 
Hinrik Bragason
Hulda Gústafsdóttir
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Ragnar Tómasson 

Ganghestar/Málning: 
Sigurður Vignir Matthíasson 
Reynir Örn Pálmason 
Sigursteinn Sumarliðason 
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 

Gangmyllan: 
Olil Amble 
Bergur Jónsson
Daníel Jónsson
Erling Ó. Sigurðsson 

Hrímnir/Export hestar: 
Viðar Ingólfsson
John Kristinn Sigurjónsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Ólafur Ásgeirsson 

Lýsi: 
Sigurður Sigurðarson   
Sigurbjörn Bárðarson 
Eyjólfur Þorsteinsson 
Sara Sigurbjörnsdóttir 

Nethestar/Heimahagi: 
Ævar Örn Guðjónsson
Ísólfur Líndal Þórisson
Leó Geir Arnarson 
Guðmar Þór Pétursson

Top Reiter/Sólning: 
Guðmundur Björgvinsson
Jakob Svarar Sigurðsson
Þorvaldur Árni Þorvaldsson
Teitur Árnason