laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veisla í kvöld

23. febrúar 2011 kl. 14:57

Veisla í kvöld

Af gríðarlega góðum hestakosti að dæma er ljóst að töltkeppni Meistaradeildar verður spennandi í kvöld og ljóst að margir keppendur ætla sér stóra hluti.

Í eldlínunni verða eflaust þau Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey og Sigurbjörn Bárðason og Jarl frá Mið-fossum. Jakob og Árborg sigruðu eftirminnilega gæðingafimina fyrir tveimur vikum og voru, ásamt Sigurbirni  og Jarli, í 2-3 sæti Íslandsmótsins í fyrra.

Einnig verður gaman að sjá Þorvald Árna og Smyril frá Hrísum, þeir vöktu verðskuldaða athygli á afmælishátíð FT um liðna helgi. Ekki má heldur gleyma ungu keppendunum þeim Bylgju, Heklu Katarínu og Arnari Bjarka, þau eins og reyndar allir keppendur meistaradeildarinnar geta komið á óvart í kvöld og stolið senunni.

Meistaradeildin hefst kl. 19.30 í kvöld en hún verður sýnd í beinni útsendingu. Hægt er að smella á rauða ramman hér við hlið til að opna fyrir útsendinguna, en hún kostar 499 kr.