miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veisla framundan

5. mars 2014 kl. 09:04

Þorvaldur Árni og Stjarna frá Stóra-Hofi og Viðar og Vornótt frá Hólabrekku etja kappi saman í töltinu í Meistaradeildinni 2013.

Íslandsmeistararnir mæta

Arion, Stormur, Hrímnir, Stjarna, Klerkur, Ketill, Álfhildur, Jarl, Vornótt og Krít. Þarf að segja meira ? Það stefnir allt í hörku keppni í meistaradeildinni á fimmtudaginn þegar keppt verður í tölti. Knapar tefla fram sínum bestu gæðingum en Íslandsmeistararnir Stormur og Árni Björn ætla láta sjá sig. 

Sigurvegararnir úr gæðingafiminni Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble eru skráðar til leiks og verður gaman að sjá þessa glæsihryssu í töltinu. En þetta verður frumraun Olil og Álfhildar í tölti. Arion frá Eystra-Fróðholti og Daníel Jónsson eru einnig að stíga sín fyrstu skref í tölti en það þarf vart að kynna Arion, glæsilegur alhliðahestur með 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir hægt tölt. 

Leó Geir mætir og Krít frá Miðhjáleigu en Leó og Kríf hafa átt góðu gengi að fagna í tölti síðaustu ár. Ketill frá Kvistum hefur verið áberandi síðustu ár á keppnisbrautinn og þá undir stjórn Huldu Gústafsdóttur en nú er það Sigurður Sigurðarson sem er knapi á Katli. Verður spennandi að sjá hvað þeir gera. 

Miðar á töltið eru uppseldir í Líflandi og gengur vel á þá í Top Reiter og Baldvin&Þorvaldi svo ef þið viljið tryggja ykkur miða er hægt að senda tölvupóst á info@meistaradeild.is og munu þeir verða teknir frá.

Húsið opnar kl. 17:30 en keppni hest á slaginu 19:00

Ráslistinn fyrir töltið:
Nr Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið

1 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Hrafn frá Breiðholti í Flóa Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Korpa frá Dalsmynni Brúnn 8 Auðsholtshjáleiga
2 Hulda Gústafsdóttir Flans frá Víðivöllum fremri Gustur frá Hóli Héla frá Valþjófsstað 1 Rauður 9 Árbakki/Hestvit
3 Ólafur Ásgeirsson Védís frá Jaðri Stígandi frá Stóra-Hofi Gyðja frá Gýgjarhóli Jarpur 7 Hrímnir/Export hestar
4 Daníel Jónsson Arion frá Eystra-Fróðholti Sær frá Bakkakoti Gletta frá Bakkakoti Brúnn 7 Gangmyllan
5 Reynir Örn Pálmason Bragur frá Seljabrekku Huginn frá Haga I Aría frá Steinnesi Brúnn 10 Ganghestar/Málning
6 Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli Aron frá Strandarhöfði Hera frá Herríðarhóli Brúnn 10 Auðsholtshjáleiga
7 Guðmundur Björgvinsson Hrímnir frá Ósi Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Héla frá Ósi Grár 9 Top Reiter/Sólning
8 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Ljónslöpp frá Ketilsstöðum Jarpur 6 Gangmyllan
9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Sveinn-Hervar frá Þúfu í Land Aríel frá Höskuldsstöðum Grár 10 Hrímnir/Export hestar
10 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ríma frá Auðsholtshjáleigu Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Limra frá Laugarvatni Brúnn 7 Auðsholtshjáleiga
11 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Stjarna frá Stóra-Hofi Glampi frá Vatnsleysu Vaka frá Stóra-Hofi Brúnstj. 10 Top Reiter/Sólning
12 Eyjólfur Þorsteinsson Klerkur frá Bjarnanesi Glampi frá Vatnsleysu Snælda frá Bjarnanesi Brúnn 11 Lýsi
13 Sigursteinn Sumarliðason Djásn frá Dísarstöðum 2 Álfur frá Selfossi Dáð frá Dísarstöðum 2 Rauður 6 Ganghestar/Málning
14 Ævar Örn Guðjónsson Liba frá Vatnsleysu Andri frá Vatnsleysu Lydía frá Vatnsleysu Brúnn 9 Spónn.is/Heimahagi
15 Sigurður Sigurðarson Ketill frá Kvistum Nagli frá Þúfu í Landeyjum Katla frá Skíðbakka III Brúnn 9 Lýsi
16 Olil Amble Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum Orri frá Þúfu í Landeyjum Álfadís frá Selfossi Brúnn 6 Gangmyllan
17 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi Prestur frá Kirkjubæ Skuld frá Árnanesi Rauður 11 Árbakki/Hestvit
18 Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum Orri frá Þúfu í Landeyjum Snekkja frá Bakka Brúnn 12 Lýsi
19 Jakob Svavar Sigurðsson Helga-Ósk frá Ragnheiðarstöðum Orri frá Þúfu í Landeyjum Hending frá Úlfsstöðum Jarpur 7 Top Reiter/Sólning
20 Hinrik Bragason Stórval frá Lundi Hróður frá Refsstöðum Hvika frá Mýnesi Rauður 9 Árbakki/Hestvit
21 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Stígandi frá Leysingjastöðum  Kosning frá Ytri-Reykjum Rauðtvístj. 10 Spónn.is/Heimahagi
22 Viðar Ingólfsson Vornótt frá Hólabrekku Kolvakur frá Syðri-Hofdölum Vaka frá Úlfsstöðum Brúnn 9 Hrímnir/Export hestar
23 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Spretta frá Gunnarsstöðum Krókur frá Skarði Ósk frá Hafrafellstungu 2 Brúnn 8 Ganghestar/Málning
24 Leó Geir Arnarson Krít frá Miðhjáleigu Hrymur frá Hofi Dröfn frá Stað Grár 10 Spónn.is/Heimahagi