föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veik hross á kynbótasýningu á Sörlastöðum

27. maí 2010 kl. 10:08

FT gefur út viðvörun

Veikum hrossum hefur verið vísað frá dómi á kynbótasýningu á Sörlastöðum. Samkvæmt upplýsingum H&H hefur að minnsta kosti tveimur hrossum verið vikið úr dómi vegna hósta. Einnig er eitthvað um að hross hafi verið afskráð vegna veikinda.

Enginn dýralæknir er á staðnum, sem skoðar hrossin áður en þau fara í braut, en marktækasta ráðið til að greina hvort hross er með sjúkdóminn er að taka svokallað barkapróf, sem framkallar hósta hjá hrossi sem er með sjúkdóminn en sýnir ekki einkenni.

Félag tamningamanna hefur birt viðvörun á vef sínum þar sem félagið lýsir áhyggjum vegna hestapestarinnar og hversu þrálát hún er. Eru knapar og umráðamenn hrossa hvattir til að sýna sérstaka aðgát. Yfirlýsingu FT má sjá HÉR.