þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vegna jólahugleiðinga Jónasar Vigfússonar.

odinn@eidfaxi.is
3. janúar 2014 kl. 12:55

Sveinbjörn Formaður Spretts

Sveinbjörn Sveinbjörn formaður Spretts.

Eiðfaxa barst eftirfarandi tilkynnig:

Heill og sæll Jónas og gleðilegt ár.

Ég sé að þegar þú varst staddur á Langanesi um jólin hefur þér verið hugsað suður á Kjóavelli og  eitthvað virðist ég hafa komið við sögu í þínum hugarheimi. Út af þessum hugleiðingum  og reyndar annarra varðandi hugsanlegt landsmót á Kjóavöllum 2016 tel ég rétt að eftirfarandi komi fram.

Hinn 19. september s.l. sendi Sprettur frá sér svohljóðandi bréf til LH.   

„Efni: Boð um landsmótsstað 2016. 

Á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Spretti, sem haldinn var 18. þ.m., var samþykkt einróma tillaga þess efnis að hestamannafélagið byði Kjóavelli fram sem landsmótsstað sumarið 2016. Er það mat stjórnar að þá verði svæðið tilbúið til að taka á móti slíkum viðburði með tilliti til þarfa áhorfenda, sýnenda, knapa, dómara og annarra þeirra sem koma að landsmóti. Er þessu boði hér með komið á framfæri. 

Jafnframt lýsir stjórnin sig reiðubúna til viðræðna um þetta mál verði eftir því óskað.“

Síðan bréf þetta var sent er liðið á fjórða mánuð og ekki frekari samskipti átt sér stað um málið milli Hestamannafélagsins Spretts og LH. Ekki veit ég hvar landsmót hestamanna verður haldið árið 2016 en ég vænti þess að þegar ákvörðun verður tekin um það af þar til bærum aðilum verði hagsmunir mótsins og hestamanna hafðir að leiðarljósi frekar en klíkurskapur eins og þú virðist óttast. Eigum við ekki að vera bjartsýnir á það Jónas?

Með bestu kveðjum,

 

Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts.