þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veglegir vinningar í leik Hrímnis og HM

13. desember 2011 kl. 21:42

Veglegir vinningar í leik Hrímnis og HM

Í tilefni af samkomulagi Hrímnis og heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Berlín 2013, var stofnað til leiks á Facebook þar sem einn heppinn þáttakandi mun vinna Hrímnis hnakk að eigin vali og vikupassa á heimsmeistaramótið. Verðmæti vinningsins nemur því nærri hálfri milljón króna og verður sá heppni verður dreginn út á Þorláksmessu.

Fjöldi fólks hefur tengst síðum HM 2013 og Hrímnis á síðustu tveimur vikum og hafa margir sett stórskemmtilegar ljósmyndir inná síðu Hrímnis. Meðfylgjandi eru dæmi um þær mörg hundruð myndir sem settar hafa verið inná síðuna.

Enn er hægt að taka þátt í leiknum, en leiðbeiningar um þátttöku eru inn á Facebook síðu Hrímnis undir “Getraunir.”