miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vegleg verðlaun og flott umgjörð

11. mars 2011 kl. 21:32

Vegleg verðlaun og flott umgjörð

Mikið er lagt í ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" sem fram fer á morgun. Verðlunin eru hin veglegustu en sigurvegarar...

í hverjum flokki fá glæsilegan farandgrip "Ísfjörðina" frá Mustad, eignargrip, armandsúr, folatoll undir topphest og aukaverðlaun frá Líflandi. Glæsilegasta parið verður valið í hverjum flokki og þar eru í verðlaun beislissett frá Jóni söðlasmið, auk þess sem allir verðlaunahafar á mótinu hljóta fjölbreytta aukavinninga frá ýmsum fyrirtækjum sem styrkt hafa mótið.
Í ár er rósaþema á Svellköldum og eru keppendur hvattir til að skreyta sig í þeim anda. Einnig verða dregnir út vinningshafar úr hópi keppenda þar sem miðar á Landsmót í sumar eru í verðlaun. Svo sannarlega til mikils að vinna á þessu flotta móti.
Helstu styrktaraðilar mótsins eru MUSTAD, MANNVIT, ÍSLOFT, Acessorize, Spónn.is, Samskip, Lífland, Íspan, Ármót, Opin kerfi, Kvika og Barki, auk þess sem hrossaræktarbúin Lundum II, Auðsholtshjáleigu og Ytra-Dalsgerði gefa folatolla. Þá hefur fjöldi aðila gefið aukavinninga eða styrkt mótið með öðrum hætti, en allur ágóði rennur til íslenska landsliðsins sem stefnir á heimsleika í Austurríki í sumar.
Mótsstjórn vill þakka öllum þeim er styðja mótið og hvetur hestamenn til að fjölmenna á flottan viðburð þar sem hart verður barist um vegleg verðlaun. Gríðarlegur áhugi var á þátttöku og komust færri keppendur að en vildu, en alls eru 100 konur skráðar til leiks með gæðinga sína.
Mótið byrjar kl. 17 á morgun laugardag, 1.000 kr. inn, frítt fyrir 12 ára og yngri. Allir velkomnir!