fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vegleg peningaverðlaun fyrir sigurvegara í skeiði

21. apríl 2015 kl. 11:00

Ungur knapi frá hestamannafélaginu Herði.

WR íþróttamót Harðar haldið dagana 30. apríl - 2. maí.

WR Íþróttamót Harðar verður haldið dagana 30. apríl - 2. maí. Mótið hefst fimmtudagskvöldið 30. apríl á 100m, 150m og 250m skeiði. "Peningaverðlaun verða veitt fyrir 1.sæti í þeim greinum sem keppt verður í á fimmtu dagskvöldinu og vegleg verðlaun í boði fyrir 2-3.sæti," segir í tilkynningu frá Herði.

Skráning á mótið er hafin og lýkur henni á miðnætti 27.apríl.

Skráningargjöld eru eftirfarandi:

 • Meistaraflokkur,1.-og 2.flokkur - 5000kr
 • Ungmennaflokkur og unglingaflokkur - 4000kr
 • Barnaflokkur - 3000kr
 • Skeiðkappreiðar - 4000kr

Keppnisgreinar eru eftirfarandi en mótshaldarar áskilur sér rétt að sameina flokka ef skráningar séu dræmar:

 • Fimmgangur F1 Meistaraflokkur
 • Fimmgangur F2 1. flokkur
 • Fimmgangur F2 2. flokkur
 • Fimmgangur F2 Unglingaflokkur
 • Fimmgangur F2 Ungmennaflokkur
 • Fjórgangur V1 Meistaraflokkur
 • Fjórgangur V2 1. flokkur
 • Fjórgangur V2 2. flokkur
 • Fjórgangur V2 Barnaflokkur
 • Fjórgangur V2 Unglingaflokkur
 • Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur
 • Gæðingaskeið 1. flokkur
 • Gæðingaskeið 2. flokkur
 • Gæðingaskeið Unglingaflokkur
 • Gæðingaskeið Ungmennaflokkur
 • Skeið 100m (flugskeið)
 • Skeið 150m
 • Skeið 250m
 • Tölt T1 Meistaraflokkur
 • Tölt T3 1. flokkur
 • Tölt T3 2. flokkur
 • Tölt T3 Barnaflokkur
 • Tölt T3 Unglingaflokkur
 • Tölt T3 Ungmennaflokkur
 • Tölt T2 Meistaraflokkur
 • Tölt T4 1. flokkur
 • Tölt T4 2. flokkur
 • Tölt T4 Unglingaflokkur
 • Tölt T4 Ungmennaflokkur
 • Tölt T7 Barnaflokkur