þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vefforrit fyrir hestafólk

16. maí 2013 kl. 14:19

my horse keeper

Vefforrit fyrir hestafólk

Háskólinn í Reykjavík stendur nú fyrir nýsköpunarnámskeiði fyrir nemendur skólans. 
Markmiðið námskeiðsins er að nemendur finni viðskiptahugmynd og þrói hana áfram meðan á námskeiðinu stendur.
Hópur sem samansettur af fimm nemendum, tveimur úr viðskiptafræði, tveimur úr lögfræði og einum  úr verkfræði.
Hópurinn kom með hugmynd að skipulagsforriti hestamannsins.
Eiðfaxi hafði samband við Hrefnu María Ómarsdóttur, einn af forsprökkum hópsins og fékk frekari upplýsingar um verkefnið.

Hjálpar hestamönnum að vera skipulagðari
„Ég hef verið var við það að hryssueigendur eru mjög oft í hálfgerðum vandræðum við að reikna út gangmál hryssna sinna sérstaklega þegar hryssurnar eru orðnar margar, þá vill þetta oft verða ákveðinn höfuðverkur. Ég vissi að það er til app sem reiknar út tíðhring kvenna og segir nákvæmlega til um hvenær þær eru frjósamar og fór að velta því fyrir mér hvernig stæði á því að svoleiðis forrit væri ekki til fyrir hryssur og hryssueigendur. Hugmyndin þróaðist síðan út í að verða einskonar heildarskipulagsforrit hestamannsins þar sem allar upplýsingar um hrossin eru á einum stað svo sem þjálfunardagbók, járningadagbók, dýralæknaheimsóknir og svo allt um hryssurnar, hvenær er áætlað að þær kasti eða gangi. Síðan verður hægt að fara inn í forritið og kalla fram yfirlit þjálfunar, köstunar dagsetningar og fleira. Eftir viðtöl við tilvonandi viðskiptavini komumst við að því að grunur minn var réttur. Mikill áhugi er fyrir hendi og fannst hestamönnum sniðugt og handhægt að geta skrásett allar upplýsingar í símann sinn og haft  þær meðferðis hvert sem þeir færu. 
Já ég er að reyna gera hestamenn aðeins skipulagðari!!“

Frábær viðbrögð
„Það er aldrei að vita nema þessu verði hrint í framkvæmd, við höfum aðeins verið í sambandi við forritunarfyrirtæki og þau hafa lýst áhuga á samstarfi,“ segir Hrefna María að lokum.

Vefsíða My horse keeper er www.myhorsekeeper.weebly.com